Upplýsingar fyrir aðgerðir

 

Mikilvægt er að læknirinn sem framkvæmir fyrirhugaða rannsókn/aðgerð fái upplýsingar um heilsufar þitt almennt.  Það eykur öryggi þitt.  Það sem læknirinn þarf að vita er eftirfarandi: 
 
1. Hvort þú ert haldin(n) hjarta/og eða lungnasjúkdómi.
2. Hvort þú hafir nýrnakvilla.
3. Hvort þér hafi verið sagt að þú þurfir sýklalyf við aðgerðir.
4. Ofnæmi – hvers konar.
5. Hvort þú ert með gerviloku eða gangráð í hjarta.
6. Þungun.
7. Sykursýki – aðlaga þarf lyfja- eða insúlínskammt fyrir úthreinsun.
8. Hvort þú tekur blóðþynnandi lyf eins og Hjartamagnýl, Kóvar, Plavix, Pradaxa eða Persantin. Að jafnaði skal hætta notkun einni viku fyrir rannsókn vegna blæðingarhættu (nema læknir þinn gefi fyrirmæli um skemmri tíma). Nauðsynlegt er að hafa samráð við lækni áður en tekin er ákvörðun um að stöðva tímabundið notkun slíkra lyfja. Hvort þú takir lýsi og / eða fæðubótarefni.
 
Aldrei skal hætta notkun lyfja án samráðs við lækni fyrst. Flest lyf er hægt að halda áfram að nota þrátt fyrir þessa rannsókn, jafnvel rannsóknardaginn sjálfan.
 
Auk þess er mjög gott að hafa meðferðis lyfjakort eða upplýsingar um þau lyf sem þú tekur reglulega, þegar mætt er til viðtals við svæfingalækni.
 
Athugið
 
Upplýsingar sem við veitum um aðgerðir hér á heimasíðunni eru engan veginn tæmandi. Það geta orðið ýmis óhjákvæmileg frávik. Hikaðu ekki við að biðja okkur um nánari útskýringar í gegnum skiptiborðið 432 2500.