Helstu aðgerðir á skurðstofu eru eftirfarandi:
- Ýmsar smærri aðgerðir s.s. sýnatökur, inngrónartáneglur, innsprautun í æðahnúta, fjarlægingar af t.d. vörtum, blettum, hnútum undir húð ofl.
- Almennar skurðlækningar, s.s. kviðslitsaðgerðir, æðahnútaaðgerðir, endaþarmsaðgerðir, botnlangaaðgerðir, ófrjósemisaðgerðir
- Maga- og ristilspeglanir
- Bæklunarskurðaðgerðir s.s. táskekkjuaðg, brotaaðgerðir og liðspeglanir.
- Kviðsjáraðgerðir, s.s. kviðslitsaðgerðir, gallblöðrutaka, ófrjósemisaðgerðir (kvk)
- Smærri aðgerðir vegna kvensjúkdóma, s.s. kviðarholsspeglanir, blöðruspeglanir, útskaf, ófrjósemisaðgerðir, fóstureyðingar ofl.
- Keisaraskurðir, bráðakeisarar, fæðingaaðgerðir.