Skurðstofa

 

Á skurðstofu er veitt þjónusta í almennum skurðlækningum og speglunum. Skurðstofan er opin á virkum dögum. Skurðstofan er staðsett á 3. hæð á suðurgangi.
 
Það fer eftir eðli og umfangi aðgerðar hverju sinni hvort um innlögn er að ræða á sjúkradeild eða dagdeildarþjónusta frá skurðstofu.  Fagfólk skurðstofu veitir upplýsingar um undirbúning fyrir aðgerðir.  Í sumum tilvikum veitir fagfólk sjúkradeildar upplýsingar þegar um innlögn er að ræða.
 
Á skurðstofunni fer einnig fram dauðhreinsun og pökkun verkfæra, umbúða og líns fyrir stofnunina.