Hraunbúðir
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir var tekið í notkun 1974. Ríkið ráðstafar Hraunbúðum heimild til að reka þar ákveðin fjölda hjúkrunar- og dvalarrýma auk fjárheimilda til rekstursins. Rekstur heimilisins fór yfir til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands 1. maí 2021. Heimild er fyrir 29 hjúkrunarrýmum, þar af 1 hvíldarrými og 8 dvalarrýmum. Að auki hefur Hraunbúðir heimild fyrir 10 dagdvalarrýmum.
Hjúkrunarrými er fyrir þá sem eru verulega veikir en dvalarrými fyrir þá sem þurfa minni umönnun. Á heimilinu starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar auk ófaglærðs starfsfólks. Læknir kemur reglulega og þjónustar heimilismenn.
Fullkomið eldhús er á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og þaðan kemur allur matur sem framreiddur er í matsal Hraunbúða.
Fjölbreytt tómstundastarf er á Hraunbúðum, s.s vikulegur upplestur, mánaðarlegar myndasýningar, boccia, heimsóknir leikskólabarna, söngstundir og ýmsar vikulegar uppákomur. Föndurstofa er opin kl 13-16 alla virka daga (og þar er fólk sem aðstoðar heimilismenn og aðra sem mæta í föndrið). Einnig er leikfimi og heitir bakstrar hjá íþróttakennara alla virka daga kl. 8-10.30.
Til að komast á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrými þarf að sækja um til færni- og heilsumatsnefndar Suðurlands.
Ekki er heimild til að taka einstakling inn á Hraunbúðir nema með samþykki færni-og heilsumatsnefndar.
Í Vestmannaeyjum eru að auki heimild frá ríkinu fyrir 7 hjúkrunarrýmum Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum til viðbótar við þau 29 sem eru á Hraunbúðum. Inntaka á þau rými eru háð sömu skilyrðum og nefnd eru hér að framan.
Eyðublöð má nálgast á www.landlaeknir.is , eða á heimasíðu HSU