Hjúkrunarmóttaka á sjúkradeild Vestmannaeyjum

 
 
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sjá um hjúkrunarmóttöku á Sjúkradeild í bráðatilfellum og aðkallandi innlögnum allan sólarhringinn. Auk þess að veita hjúkrunarþjónustu eftir lokun heilsugæslu s.s. lyfjagjafir í æð, sáraskiptingar, mælingar, ýmis eftirfylgni ofl.
 
Dagdeild lyfjagjafa er á sjúkradeild og er opin þri og fim kl 8-15. Hjúkrunarfræðingar sjá um blöndun og gjöf lyfja í æð eins og sýklalyf, járn, sterar, Privigen, Remicade, krabbameinslyf ofl, auk blóðgjafa. Góð aðstaða er á deildinni, tveir lyfjagjafastólar, sjónvarp og sófi. Dagdeildargjald greiðist á 1 hæð.