Hjúkrunarmóttaka á heilsugæslu Vestmannaeyjum

Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar annast hjúkrunarmóttöku á heilsugæslu.  Móttakan er opin frá kl 08 – 15:30 á virkum dögum.  Hjúkrunarmóttakan er öllum opin og reynt er að sinna öllum erindum,  annað hvort á staðnum eða með því að vísa á viðeigandi úrlausnir.  Hægt er að panta tíma með fyrirvara eða mæta samdægurs, .
 
Innifalið í hjúkrunarmóttöku er meðal annars
Viðtöl, ráðleggingar og fræðsla
Móttaka vegna smærri slysa, sárskiptingar og saumataka
Mælingar lífsmarka.

Lyfjagjafir

Rannsóknir,  hálsstrok,  hjartalínurit, öndunarmælingar, heyrnarmælingar.  Svefnrannsóknir og Holter ( 24 klst    hjartsláttarmæling).  Athugið að sumar rannsóknir eru eingöngu gerðar eftir beiðni frá lækni.
Bólusetningar svo sem inflúensubólusetningar, lungnabólgubólusetningar og vegna ferðalaga erlendis.
Ljósameðferð
 
Frá kl  08:30 – 15:00  virka daga er hægt að fá símasamband við vakthafandi hjúkrunarfræðing,  hringt er í síma 432-2500,  lögð eru skilaboð til hjúkrunarfræðings sem hafur  samband til baka jafn fljótt og tækifæri gefst.
 
Hjúkrunarfærðingur metur vandamál og gefur tíma hjá lækni ef erindi þola ekki bið og þarfnast afgreiðslu samdægurs. 
Athugið að slys og  einstaklingar með alvarleg einkenni, svo sem með einkenni frá hjarta, öndunarerfiðleika og bráðaofnæmi mæta beint á heilsugæslu eða hringja í 112.