Heimahjúkrun Vestmannaeyjum

 
Heimahjúkrun er hluti af þjónustu sem heilsugæslustöðvum ber að veita samkvæmt reglugerð um starfsemi heilsugæslustöðva. 
 
Heimahjúkrun  er hjúkrunarþjónusta sem veitt er í heimahúsum og er ætluð fyrir fólk á öllum aldri sem á þurfa að halda og búsettir eru í Vestmannaeyjum.  
 
Heimahjúkrun vinnur í nánu samstarfi við annað starsfólk HSV , svo og  með starfsfólki  félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar  og annara aðila sem koma að þjónustu við þenna hóp.
 
Símatími
Alla virka daga kl 08 – 16 er hægt að koma skilaboðum til að biðja um símasamband við heimahjúkrun í síma 4811955 og er hringt til baka eins fljótt og kostur er. 
   
Markmið heimahjúkrunar er  að;
auðvelda einstaklingum að búa sem lengst á eigin heimili, þrátt fyrir veikindi, heilsubrest eða skerta færni. 
vinna að forvörnum og fræðslu
 
 
Hvað fellst í heimahjúkrun
Heimahjúkrun felur í sér skipulagðar heimsóknir til fólks þar sem fylgst er með almennri liðan og öruggi einstaklinga. Starfsfólk vinnur með þiggjundum þjónustu að því að viðhalda heilbrigði og draga úr einkennum sjúkdóma, og þá leiðbeina um viðeigandi úrlausnir ef staða breytist.  Hugað að öryggi og byltuvörnum með því til dæmis að ráðleggja um hjalpartæki.
Veitt fræðsla varðandi lífshætti,  aðra þjónustu og úrlausnir sem völ er á. 
Sértæk þjónusta, svo sem eftirlit með lyfjum,  mælingar lífsmarka, böðun og  sáraskiptingar. 
 
Umsókn um heimahjúkrun
Beiðni um heimahjúkrun þarf að vera skrifleg.   Þar þarf að koma fram hvers vegna er óskað eftir heimahjúkrun,  upplýsingar um helstu sjúkdóma og hjúkrunarvandamál einstaklings,  fjölskylduaðstæður og upplýsingar um húsnæði.
 
Algengast er að beiðnir berist frá heilbrigðisstofnunum,  starfsfólki í heilbrigðis eða félagsþjónustu,  en einnig geta borist beiðnir frá aðstandendum og vinum. 
 
Skipulag heimahjúkrunar
Heimahjúkrun er virka daga kl 08 – 16,    kl 08:30 – 13:30 um helgar og frá kl 19 – 22 öll kvöld.
Við heimahjúkrun starfs sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar. 
 
Upphaf þjónustu
Stefnt er að því að þjónusta hefjist innan 3 virkra daga eftir að beiðni berst. 
 
Í fyrstu heimsókn aflar heilbrigðisstarfsmaður  upplýsinga ,  skoðar aðstæður og metur þörf fyrir þjónustu í samráði við þjónustuþega og aðstandendur. Verið getur að þörf sé á úrbótum varðandi aðstæður á heimili   hjálpartækjum eða öðru áður en heimahjúkrun getur hafist og er æskilegt að úrbótum sé lokið áður en viðkomandi útskrifast af heilbrigðisstofnun.   
Áætlun og þjónustuþörf er endurskoðuð reglulega.
 
 
Samskiptabók

 Samskiptabók skal vera hjá hverjum þeim sem þiggur heimahjúkrun. Bókinni er ætlað að hafa upplýsingalegt gildi fyrir skjólstæðinginn, aðstandendur, heilbrigðisstarfsmenn og starfsmenn félagsþjónustu. Þar skal skrá helsut upplýsingar um meðferð og niðurstöður mælinga.

 
 
 
Upplýsingar varðandi þjónustu við eldri borgara 
Vestmannaeyjabær
 
Félagsleg heimaþjónusta 
Markmið félagslegrar heimaþjónust  er að efla einstaklinga til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður.   Þjónustuþörf er metin fyrir hvern einstakling . 
Heimsending matar er hluti af félagslegri heimaþjónustu. 
 
Upplýsingar um hverjir eiga rétt á þjónustu og umsóknareyðublÖð er að finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.  Sjá vefslóðir hér fyrir neðan.
 
Reglur um félagslega heimaþjónustu hjá Vestmannaeyjabæ. http://vestmannaeyjar.smartwebber.is/skrar/file/samthykktir/reglur_fel_heim.pdf
 
 
 
Umsókn um dvöl á hjúkrunarheimili eða sjúkradeild heilbrigðisstofnunar
 
Landlæknir .  Upplýsingar og eyðublöð um færni og heilsumat ( vistunarmat)  og hvíldarinnlagnir á hjúkrunarheimili eða deildir.   http://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/notendur-heilbrigdisthjonustu/faerni-og-heilsumat/