
Fram að 6 vikna aldri fara ljósmæður í vitjanir heim til fjölskyldu en frá 6 vikna aldri kemur fjölskyldan á heilsugæslustöð og hittir hjúkrunarfræðing og lækni eftir skipulagi.
Til að panta tíma í ungbarnavernd er hringt í skiptiborð og fengið samband við vakthafandi hjúkrunarfræðing.
Hægt er að hafa samband við hjúkrunarfræðinga í ungbarnavernd á opnunartíma skiptiborðs í síma 432-2500.