Ferðavottorð Vestmannaeyjum

Hér að neðan er hægt að fylla út upplýsingar varðandi ferðavottorð. Upplýsingarnar berast til viðkomandi læknis til frekari afgreiðslu. Afgreiðslutími er 2-3 virkir dagar. Ferðavottorðið sendist rafrænt í afgreiðslu HSU í Vestmannaeyjum.
 

Vinsamlegast hafið þetta í huga við útfyllingu læknisvottorða um ferðakostnað.

  • Skilyrði fyrir samþykkt greiðslu ferðakostnaðar er að læknir í heimabyggð hafi vísað einstaklingi til óhjákvæmilegar sjúkdómsmeðferðar.
  • Grundvöllur fyrir fylgdarmann með fullorðnum einstaklingi er að læknir meti sjúkling ófæran um að ferðast á eigin vegum.

 

 
 
Vottorðið þarf að sækja og greiða fyrir í afgreiðslu HSU og skila inn til Sjúkratrygginga í Vestmannaeyjum (Heiðarvegi 15).  Einnig þarf að skila inn kvittunum fyrir ferðakostnaði og staðfestingu á komu (frá lækni, vegna myndgreiningar eða annað).     

Af öllum ferðakostnaði eru frádregnar 1.500 kr., annars er fargjald endurgreitt að fullu.  
a) Herjólfur: Vestmannaeyjar – Þorlákshöfn eða Landeyjarhöfn – Vestmannaeyjar
– Greitt fyrir einstakling og fylgdarmann ef við á. 
– Greitt fyrir bíl, klefa og 51 km (102 km ef fram og til baka)
– Einnig greitt fyrir rútuferð ef við á.
 
b) Herjólfur: Vestmannaeyjar- Landeyjarhöfn eða Landeyjarhöfn – Vestmannaeyjar
– Greitt fyrir einstakling og fylgdarmann ef við á. 
– Greitt fyrir bíl og 134 km (268 km ef fram og til baka)
– Einnig greitt fyrir rútuferð ef við á.
 
c) Flug: Vestmannaeyjar – Reykjavík eða Reykjavík – Vestmannaeyjar
– Greitt fyrir einstakling og fylgdarmann ef við á.
 
Vinsamlega athugið að notkun netpósts er almennt ekki örugg leið gagna og HSU ábyrgist ekki trúnaðarupplýsingar sem berast stofnuninni á tölvupósti.  Sé um viðkvæmar upplýsingar að ræða er öruggast að fá símatíma og ræða beint við lækni.  
 
Fyrir nánari upplýsingar varðandi ferðakostnað og endurgreiðslu  sjá http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/ferdakostnadur/endurgreidsla/
 
Mikilvægt er að fylla nákvæmlega út upplýsingarnar hér að neðan: 
 
Ferðavottorð
Sending