Vellíðan leikskólabarna

Embætti landlæknis hefur gefið út fjögur fræðslumyndbönd fyrir foreldra leikskólabarna og fólk sem starfar með börnum á leikskólaaldri. Myndböndin eru liður í Lýðheilsustefnu frá 2016 þar sem ein aðgerð felst í því að búa til fræðsluefni um hvíld, skipulagða hreyfingu, útivist, næringu og geðrækt barna í leikskólum. Kallað var saman fagfólk úr vinnuhópi Heilsueflandi leikskóla sem ásamt sérfræðingum embættisins ákváðu að fara þá leið að gera fræðslumyndbönd sem mætti deila víða. Lögð var áhersla á að myndböndin væru aðgengileg og á léttum nótum, leikin og talsett af börnum en fram kæmu ákveðin lykilskilaboð, sem byggja á rannsóknum, í hverju þeirra. 

Yfirheiti myndbandanna er „Vellíðan leikskólabarna“ og má skoða þau á Facebook síðu Heilsueflandi leikskóla sem og á Youtube síðu embættis landlæknis. Hægt er að stilla á íslenskan, enskan og pólskan texta.

 

Vellíðan leikskólabarna – svefn og hvíld

Vellíðan leikskólabarna – næring og matarvenjur

Vellíðan leikskólabarna – hreyfing og útivera

Vellíðan leikskólabarna – hegðun og samskipti

 

Þau sem vilja kynna sér betur starf Heilsueflandi leikskóla er bent á heimasíðuna:

 

https://www.landlaeknir.is/leikskolar