Yfilýsing um bann við miðlun upplýsinga

 

Eyðublað þetta þarf  að fylla út á heilsugæslustöð eða sjúkrahúsi að viðstöddum heilbrigðisstarfsmanni og þarf viðkomandi að hafa þangað með sér skilríki til staðfestingar. 

 

Óski sjúklingur eftir því að sjúkraskrá hans sé ekki lesanleg nema á þeirri stofnun sem hann hefur leitað til, getur hann fyllt út eyðublað og óskað eftir slíku banni.  Eftir að hafa fyllt eyðublaðið út og undirritað skal senda það Embætti landlæknis.

Heilbrigðisstarfsmaður þarf einnig að undirrita eyðublaðið og skrá í sjúkraskrá viðkomandi, auk þess að upplýsa sjúkling um afleiðingar þess að setja svona bann.