Unglingamóttaka

Unglingamóttakan er opin unglingum og ungu fólki á aldrinum 15 til 20 ára. Móttakan á heilsugæslunni á Selfossi á föstudögum frá klukkan 15:00 til 16:00. Hægt er að senda fyrirspurnir í netpósti, sem reynt verður að svara eftir föngum. Ekki þarf að panta tíma og þjónustan er gjaldfrí. Eiríka Benný Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur sinnir móttökunni.

Reynt verður að sinna þörfum þeirra sem eiga við tilfinningaleg vandamál að stríða, kvíða, depurð, áfengis- og vímuefnamál, einelti, kynsjúkdóma eða vilja ræða getnaðarvarnir og kynlífsvandamál. Fyrst og fremst vonumst við til að móttakan mæti þörfum þeirra, sem ekki hafa talið sig geta nýtt þjónustu heilsugæslustöðvarinnar með hefðbundnum hætti vegna opnunartímans og fyrirhafnar við að panta tíma.

Markmið með unglingamóttöku er að vinna að bættum lífsgæðum og aðstæðum unglinga og ungs fólks með því að:
hvetja með fræðslu til bættrar sjálfsmyndar, sjálfsöryggis og stuðla að jákvæðu félagsumhverfi unglinga
– bæta geðheilbrigði með aukinni þjónustu til þeirra sem eiga við tilfinningaleg vandamál að stríða, kvíða, depurð og einelti
– draga úr reykingum ungs fólks, áfengis-og vímuefnaneyslu
– draga úr ótímabærum þungunum ungra kvenna með því að gera getnaðarvarnir aðgengilegri ásamt fræðslu um siðfræði kynlífs og barneigna,
– draga úr afleiðingum kynsjúkdóma s.s. ófrjósemi

– ungt fólk og unglingar í Árborg þekki og nýti sér aðgengi heilbrigðis- og félagsþjónustu Árborgar

Samvinna er við eftirtalda aðila:

*Samvinna við náms- og starfsráðgjafa Fjölbrautarskóla Suðurlands

*Samvinna við sálfræðing Fjölbrautaskóla Suðurlands eftir tilvísun frá náms- og starfsráðgjöfum

*Samvinna við skólahjúkrunarfræðing Fjölbrautaskóla Suðurlands

*Samvinna við Unglingamóttöku á Heilsugæslu Suðurlands á Selfossi

*Samvinna við sálfræðinga á heilsugæslu Selfoss

*Samvinna við sálfræðinga á Selfossi (sjálfstætt starfandi)

*Samvinna við skólahjúkrunarfræðinga á Heilsugæslu Selfoss (á við unglinga sem eru í grunnskólum).

*Samvinna við göngudeild geðsviðs LSH Hringbraut

 

 

Vakin er athygli unglinga í neyð á veffangi Rauðakrosshússins í Reykjavík:
Hjálparsími Rauðakrossins: 1717   Er lífið erfitt – segðu okkur – við hlustum
 

Tenglar:

Sálræn skyndihjálp fyrir unglinga: http://www.redcross.is/efbara

Unglingavefur Doctor.is: http://www.doktor.is/hvadermalid/

Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir: http://www.fkb.is

Bæklingur um kynsjúkdóma: Sannleikurinn er sagna bestur