Teymisvinna

Á heilsugæslunni Selfossi hefur verið tekið upp nýtt fyrirkomulag við tímapöntun hjá lækni, teymisvinna. Tilgangur teymisvinnu er að forgangsraða og dreifa verkefnum á þann fagaðila sem er hæfastur eða best fallinn til að sinna þeim hverju sinni. Tvö teymi verða í gangi og skiptast í rautt og blátt teymi.  Það stýrist af heimilislækni þjónustuþega, hvoru teyminu hver og einn tilheyrir. Hér neðar neðar sést hvaða starfsmenn HSU eru rauða eða bláa teymi og mikilvægt að allir viti hvoru teymi þeir tilheyri.

 

Hjúkrunarfræðingar og læknar eru í teymunum og að auki koma læknaritarar, sjúkraliðar og hreyfistjóri einnig að teymunum. Nemar í heimilislækningum skiptast líka niður á þessi tvö teymi. Sumir starfsmenn ganga þvert á teymi meðan aðrir eru eingöngu í öðru teyminu.