Sykursýkismóttaka

 

 

Móttakan er opin tvisvar í viku og er ætluð einstaklingum með sykursýki týpu 2. Thelma Dröfn Ásmundsdóttir er hjúkrunarfræðingur óttökunnar.
Markmið sykursýkismóttökunnar er að stuðla að auknum lífsgæðum hjá sykursjúkum og koma í veg fyrir alvarlega fylgikvilla. Það er gert með reglulegu eftirliti, fræðslu og meðferð. 

 

Meðferð sykursýki er að miklu leyti í höndum hins sykursjúka sjálfs, þ.e. heilbrigðum lífsstíl s.s. mataræði og hreyfingu, mælingum á blóðsykurgildum og réttri lyfjanotkun. Reglulegt eftirlit er mikilvægt þar sem sjúkdómurinn breytist oft með tímanum og áherslur í meðferð.