Lífsstílsmóttaka – stuðningur við of þunga

Á heilsugæslunni á Selfossi er boðið upp á stuðning og meðferð fyrir of þunga einstaklinga sem eru með líkamsþyngdarstuðul yfir 40.

Einn hjúkrunarfræðingur sér um meðferðina, sem er Ólöf Dagmar Úlfarsdóttir, sem er í formi einstaklingsviðtala með það að markmiði að aðstoða fólk til hollra lífshátta.

Með henni starfa heimilislæknar heilsugæslunnar.

Einstaklingar sem vilja komast að þurfa að fá tilvísun frá heimilislækni eða með því að hafa samband beint við Bjarnheiði í síma 432-2000.

Tilgangurinn með stuðningnum er að kenna fólki að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl með því að veita, fræðslu, aðhald og hvatningu.

Samstarf er við hreyfistjóra stofnunarinnar, Hildigunni Hjörleifsdóttur sjúkraþjálfara.