Um Sjúkraflutninga

Aðalstarfsstöð sjúkraflutninga HSU er á Selfossi, en alls eru starfsstöðvarnar fimm talsins og sinna saman víðfeðmasta svæði landsins sem eitt lið sinnir eða um 30.000 ferkílómetra þjónustusvæði, frá Hellisheiði austur að Höfn í Hornafirði. Til viðbótar við heilbrigðisumdæmi HSU eru Þingvellir, Hellisheiði, þrengslin og Mosfellsheiði hluti af starfssvæði sjúkraflutninga HSU og að auki nær þjónustusvæðið uppá miðja jökla og uppsveitir Árnessýslu og austur í Öræfi til móts við Höfn í Hornafirði.

 

Alls hafa sjúkraflutningar HSU yfir að ráða 10 fullbúna bíla sem staðsettir eru á Selfossi, í Rangárþingi, Vík, Klaustri, Höfn og Vestmannaeyjum. Útköll eru flokkuð eftir fjórum útkallstegundum þar sem mismikill alvarleiki er á flutningi og mannafla útkallsins og hvort þörf er á forgangsakstri eða ekki.

 

Gríðarleg aukning hefur verið á sjúkraflutningum í umdæminu síðustu ár en þar munar mestu aukning ferðamanna á svæðinu, enda heilbrigðisumdæmið með stærstu sumarhúsabyggð á landinu og mest sóttu ferðamannastaðina.