Tímabókanir á heilsugæslunni á Selfossi og notkun á Heilsuveru
Heilsugæslan á Selfossi hefur opnað fyrir tímabókanir til heimilislækna og annarra lækna stöðvarinnar í gegnum Heilsuveru.
Ekki er hægt að bóka tíma meira en einn mánuð fram í tímann.
- Fyrir erindi sem ekki geta beðið bendum við á að í gegnum Heilsuveru er hægt að panta símtal við hjúkrunarfræðing sem hefur samband fljótt og metur vandamálið.
- Einnig er hægt að senda heimilislækni fyrirspurn í gegnum Heilsuveru. Er þetta góð leið til að fá svör úr rannsóknum eða vegna annarra fyrirspurna.
Þetta er þó ekki ætlað fyrir bráð vandamál, né til að panta tíma.
- Þá er Heilsuvera besta leiðin til að óska eftir endurnýjun á lyfi sem viðkomandi notar að staðaldri.
Þeir sem ekki hafa vanist því að nota Heilsuveru geta farið inn á vefinn www.heilsuvera.is en þar er að finna upplýsingar ásamt möguleika á netspjalli við hjúkrunarfræðing.
Aðeins er hægt að komast inn á Heilsuveru með rafrænum skilríkjum.
Heilsuvera – Tímabókun:
https://www.youtube.com/watch?v=1yU_prMbzFw
Heilsuvera lyfseðlar:
Heilsuvera samskipti – fyrirspurnir:
https://www.youtube.com/watch?v=jlxlITXTUNM&t=21s