Tilgangur og markmið
Markmið hjúkrunarfræðinga miðstöðvarinnar er að búa yfir þekkingu og reynslu til að miðla til annarra fagaðila, skjólstæðingum þeirra til heilla. Með markvissu meðferðarplani verður meiri samfella í þjónustu við skjólstæðinga. Beitt er úrræðum sem byggja á kenningum um raka sárgræðslu.
Sáramiðstöð er starfrækt á heilsugæslustöð Selfoss. Þar veita sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sárameðferð, ráðgjöf og setja upp sárameðferð í samvinnu við lækna stofnunarinnar. Hjúkrunarfræðingar og læknar frá öðrum heilsugæslustöðvum á Suðurlandi gefst nú kostur á að vísa skjólstæðingum sínum til stöðvarinnar Hjúkrunarfræðingar á öðrum heilbrigðisstofnunum geta einnig nýtt sér þessa þjónustu fyrir sína skjólstæðinga.
Móttakan er opin alla virka daga frá kl. 9;:00 – 12:oo.
Bókanir í síma 432-2000.