Bólusetningar barna
3 mánaða:
Barnaveiki, kikhósti og stífkrampi (DTaP), hemophilur influensa (Hib), mænusótt (IPV)
= Infanrix Polio Hib og pneumocokkar = Synflorix (samtals tvær sprautur)
5 mánaða:
Barnaveiki, kikhósti og stífkrampi (DTaP), hemophilur influensa (Hib), mænusótt (IPV)
= Infanrix Polio Hib og pneumocokkar = Synflorix (samtals tvær sprautur)
6 mánaða:
Heilahimnubólga C = NeisVac C
8 mánaða:
Heilahimnubólga C = NeisVac C
12 mánaða:
Barnaveiki, kikhósti og stífkrampi (DTaP), hemophilur influensa (Hib), mænusótt (IPV)
= Infanrix Polio Hib og pneumocokkar = Synflorix (samtals tvær sprautur)
18 mánaða:
Mislingar, hettusótt og rauðir hundar = Priorix
4 ára
Þroskamat
Barnaveiki, stífkrampi og kikhósti = Boosterix
12 ára:
Mislingar, hettusótt og rauðir hundar = Priorix
14 ára:
Boosterix Polio (ein sprauta )
Ferðamannabólusetningar
Ferðamönnum er ráðlagt að kanna hvað getur ógnað heilsu þeirra og hvaða bólusetningar eru nauðsynlegar áður en lagt er í ferð út í heim. Á heilsugæslunni eru veittar upplýsingar og fræðsla um bólusetningar.
Hér er upplýsingasíða hjá Landlæknisembættinu um bólusetningar. Neðst á henni er að finna tengla við erlendar síður, þar sem hægt er að kanna það sem ógnar heilsu og hvaða bólusetningar eru nauðsynlegar þegar farið er í ferðalög.
Viðkomandi fær síðan lyfseðil hjá sínum lækni fyrir þeim bóluefnum sem hann þarf, sem hann sækir í næsta apótek. Hann kemur síðan á heilsugælsustöð til þess að fá bólusetningu sem hjúkrunarfræðingar sinna.
Bólusetningar gegn inflúensu hefjast í október ár hvert og eru auglýstar sérstaklega.