Markmið er:
- að stuðla að heilbrigði móður og barns.
- að veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf.
- að greina áhættuþætti og bregðast við þeim.
- að veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu.
Meðgönguvernd stendur öllum verðandi mæðrum/foreldrum til boða og er þeim að kostnaðarlausu.
Meðgönguvernd er í höndum ljósmæðra á heilsugæslustöðvum utan Selfoss en ljósmæðra á fæðingadeild HSU á Selfossi og veita þær allar nánari upplýsingar.
Samráð er haft við fæðingarlækna á Fæðingadeild / Kvennadeild Landspítalans eftir því sem þörf er á. Lögð er áhersla á samfellda þjónustu og er reynt að verðandi móðir/foreldrar hitti sömu ljósmóðurina í meðgönguverndinni.