Bráða- og slysamóttaka HSU

 

 

Hér er að finna upplýsingar um alla læknisþjónustu hjá HSU og alla  hjúkrun og þjónustu

 

Bráðamóttaka er starfrækt á HSU með sólarhringsvakt læknis og hjúkrunarfræðings. 

 

SÍMI VAKTÞJÓNUSTU LÆKNA OG HJÚKRUNARFRÆÐINGA Á HSU ER 1700

Í NEYÐARTILVIKUM HRINGIÐ Í 112

Ef um slys eða alvarleg veikindi er að ræða þar sem bráðrar þjónustu er þörf.

 

Hægt er ná sambandi við bráðamóttöku í gegnum aðalnúmer HSU á Selfossi 432 2000 (fyrir aðstandendur og önnur erindi en bráðavandamál).

 

 

Bráðamóttakan er opin allan sólarhringinn.

Daglega leita á bilinu 20-70 manns á móttökuna, ásamt því að fjölda manns er sinnt með ráðgjöf í síma.

Yfirlæknir Bráðamóttöku er Víðir Óskarsson og hjúkrunarstjóri er Birna Gestsdóttir.

Bráðamóttakan var opnuð 1. febrúar 2011 og er staðsett á fyrstu hæð gömlu byggingar. 

Þar starfa læknir og hjúkrunarfræðingur allan sólahringinn. 

Á móttökuna koma inn bráða veikindi og slys. 

 

Helstu vandamál sem fólk leitar út af eru m.a.:

Bráðaveikindi (hár hiti hjá litlum börnum eða eldra fólki)

Sár (sem þarf að meta hvort þurfi að sauma)

Stoðkerfisvandamál (tognanir eða brot)

Andþyngsli

Brjóstverkir

Endurkomur í gifsskiptingu

Reglulegar lyfjagjafir (oftast í sýklalyfjagjafir) sem hjúkrunarfræðingarnir eru að sinna. 

 

ATH. Til að tryggja öryggi allra sjúklinga þarf að forgangsraða einstaklingum eftir eðli og alvarleika veikinda eða slysa. 

Sjúklingar eru því ekki endilega kallaðir inn á deildina eftir komutíma heldur eftir forgangsröðun.

 

 

Hér má sjá yfirlit um helstu smitsjúkdóma og aðra heilsuvá

 

Skammverurúm

Á Bráðamóttökunni eru tvö rúm sem notuð eru í skammtíma veikindum.  Þarna getur fólk legið í allt að sólahring.  Oft er hér um fullorðið fólk að ræða sem þarf  að fylgjast með og þarf t.d. vökvagjöf vegna langvarandi veikinda en getur farið heim eftir það.  Einnig ef þarf að fylgjast með fólki eftir t.d. höfuðhögg, verki sem verið er að reyna finna út af hverju stafa o.s.frv. 

 

Starfsfólk

Læknar heilsugæslunnar og hjúkrunarfræðingar á Bráðamóttöku sinna BMT.