Stórhátíðardagar og aðrir sérstakir frídagar

Samdægursmóttaka er opin en ef sunnudagur eða stórhátíðardagur er á undan þá er ekki símavakt þá daga og hægt að panta tíma frá kl. 10 sama dag (og milli kl. 17 og 18 daginn á undan stórhátíðardeginum/sunnudeginum sem kemur á milli).

 

Ofangreindar breytingar munu sem sagt taka gildi 20. júní n.k. og eftir það er ekki víst að skjólstæðingar geti mætt án tímapöntunar og verið vissir um að komast að á næstu samdægursmóttöku. Tímapöntunarfyrirkomulag og aukinn sveigjanleiki með meiri tímadreifingu yfir daginn og aðskilinni móttöku fyrir börn munu hins vegar væntanlega og vonandi almennt leiða til aukinna þæginda fyrir skjólstæðinga og aukinna gæða þjónustu – bæði á samdægursmóttöku á heilsugæslu og á bráðamóttöku.