Fyrirkomulag bókana á samdægursmóttöku

Hægt verður að panta tíma símleiðis á næstu samdægursmóttöku.

 

Virkir dagar:

Bókað er í þessa tíma frá kl. 08:00 alla virka daga.

 

Helgar og aðrir frídagar þegar samdægursmóttaka er opin:

Hægt verður að hringja síðdegis næsta dag á undan milli kl. 17 og 18 og panta tíma auk sama dags frá kl. 10 á meðan á móttöku stendur.

Ekki verður hægt að panta tíma nema innan sólarhrings, enda væri þá samdægursmóttaka búinn að missa hlutverk sitt hvað varðar m.a. aðgengi.

Þar sem nú verður tekið upp tímabókunarfyrirkomulag þá er sá möguleiki fyrir hendi að ef skjólstæðingur mætir of seint að tíminn detti upp fyrir og hann þurfi aftur að panta tíma.

Framboð tíma á samdægursmóttöku verður um 20% meira en meðaltal síðasta árs, en eins og alltaf má búast við toppum í þjónustuþörf – t.d. þegar inflúensutímabil ganga yfir – og verður reynt að bregðast við því með sveigjanleika í tímaframboði. Þó er ekki hægt að tryggja það að alltaf verði lausir tímar á samdægursmóttöku innan næsta sólarhrings – og ef vandamál eru það brýn og alvarleg að skjólstæðingar telji að þau megi ekki bíða lengur þá má segja að þau flokkist undir vandamál sem heyri undir bráðamóttöku og hægt að leita þangað.