Meltingalæknir

Á HSU á Selfossi starfar Sigurjón Vilbergsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum. Hann framkvæmir bæði maga- og ristilspeglanir á sjúkrahúsinu og er hann einnig með sérfræðimóttöku.  Jafnframt þessu starfar hann á lyflækningadeild sjúkrahússins.

 

Í magaspeglun fer fram skoðun á vélinda, maga og skeifugörn. Fyrir slíka rannsókn þarf fólk að koma fastandi. Oft eru tekin sýni frá slímhúð og ef eitthvað óeðlilegt kemur í ljós þá eru einnig tekin sýni frá þeim svæðum.

 

Í ristilspeglun fer fram skoðun á útliti og ástandi ristilsins að innan. Unnt er að taka sýni úr slímhúð og fjarlægja sepa ef þeira finnast. Fyrir ristilspeglun þarf að hreinsa ristilinn vel og fylgja leiðbeiningum þar um.

 

Ristilspeglun er hægt að nota sem skimun fyrir ristilkrabbameini því separ sem oft myndast í ristlinum geta breyst í illkynja æxli fái þeira að vera þar óáreittir í langan tíma.

 

Sigurjón sinnir einnig eftirliti sjúklinga sem greinst hafa með meltingarfærasjúkdóma s.s. sáraristilbólgu, Crohn´s sjúkdóm o.þ.h. Þessir sjúklingar koma reglulega á sjúkrahúsið og fá lyfjagjafir sem spara þeim ferðir til Reykjavíkur og útgjöld þeim samfara.