Íslykill

 

Íslykill er ekki nægjanlega örugg auðkenningarleið fyrir þau viðkvæmu gögn sem hægt er að nálgast í Veru.

Þegar auðkenningarleiðir voru skoðaðar fyrir Veru, var notuð stöðluð aðferðafræði þar sem gert var áhættumat fyrir veitingu aðgangs að þeim gögnum sem eru aðgengileg á heilsuvera.is og út úr því kemur ákveðin krafa um styrkleika á auðkenningarleið. 
Þau gögn sem eru (t.d. lyfjaupplýsingar) og verða síðar aðgengileg eru það viðkvæm að við þurfum að notast við sterkustu auðkenningarleið sem í boði er, sem eru rafræn skilríki.  Íslykill hefur verið flokkaður í styrkleikaflokk 2 á meðan rafræn skilríki hafa verið flokkuð í styrkleikaflokk 4. 
Skýrslu um flokkun auðkenningarleiða má finna á: http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/16986