Heilsuvernd aldraðra

 

Heilsueflandi heimsóknir

Heilsugæslustöð Selfoss býður öldruðum skjólstæðingum svæðisins upp á heilsueflandi heimsóknir.  Þessar heimsóknir felast í því að íbúum 80 ára og eldri sem ekki njóta heimahjúkrunar er boðið upp á heimsókn hjúkrunarfræðings.  Í heimsókninni er rætt um t.d heilsufar og heilbrigði, vellíðan,öryggi,lífsgæði,samvistir við aðra,tómstundir.o.fl.  Hjúkrunarfræðingar vilja gjarnan heyra hvað þessum hópi skjólstæðinga liggur á hjarta um reynslu þeirra og hugmyndir.

Tilgangur heilsueflandi heimsókna

  • Að viðhalda heilbrigði og sjálfstæði sem lengst.
  • Að stuðla að sjálfstæði og auka öryggiskennd.
  • Að veita ráðgjöf og upplýsingar um þá þjónustu sem er í  boði.
  • Framkvæmd heimsóknarinnar

Hjúkrunarfræðingar munu punkta niður upplýsingar á blað  á meðan á heimsókninni stendur og eru þær meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.  Fullrar þagmælsku er gætt. Eftir að skjólstæðingur hefur fengið bréf sent heim þar sem boðið er upp á slíka heimsókn, mun verða haft samband að ca. viku liðinni og tími fundinn sem hentar fyrir heimsóknina.   Öllum er að sjálfsögðu heimilt að afþakka heimsókn.