Við verðum öll sjálfkrafa líffæragjafar frá og með nýársdegi 2019 í samræmi við ný lög sem taka þá gildi.

Tökum ákvörðun hvert og eitt.  Sjá nánar hér

 

 

 

 

 

 

Heilsuvera.is er öruggt vefsvæði þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast eigin sjúkragögn. Vefsvæðið er hægt að nota í heimilistölvum, spjaldtölvum og snjallsímum.

 

Allar heilsugæslustöðvar HSU bjóða uppá þjónustu í gegnum Heilsuveru.

Allir einstaklingar hafa aðgang að lyfseðlalista, lyfjaúttektum, bólusetningaupplýsingum og upplýsingum um skráðan heimilislækni eða heilsugæslu. Einnig geta einstaklingar á starfssvæði HSU pantað tíma á sinni heilsugæslustöð þar sem slík þjónusta er í boði.

Áfram verður þó hægt að endurnýja lyf í síma á sérstökum símatímum:

Selfoss, Laugarás, Rangárþing, Hveragerði, Þorlákshöfn og Vestmannaeyjar í síma 432 2020 alla virka daga milli kl. 8:00 – 9:00.  Vík í síma 432 2800, alla virka daga á opnunartíma. Klaustur í síma 432 2880, kl. 8 – 8:20 alla virka morgna. 

 

Einungis er hægt að endurnýja lyf rafrænt sem fólk hefur áður fengið skrifað upp á hjá læknum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Reynt verður að afgreiða sem mest samdægurs en ekki er hægt að lofa afgreiðslu nema innan 2ja daga. Því er fólk hvatt til að sýna fyrirhyggju og óska eftir endurnýjun í tíma.

 

 

Upplýsingar um tímabókanir

 

 Innskráning á heilsuveru.is

Til að auka öryggi við innskráningu er krafist rafrænna skilríkja. 

Viðkomandi þarf að vera með SIM-kort (símakort) sem styður rafræn skilríki. Hægt er að kanna hvort símakortið þitt styður rafræn skilríki.

Virkja þarf skilríkin í viðskiptabanka viðkomandi. Hafi fólk ekki möguleika á rafrænum skilríkjum í símann, eða vill það ekki, er hægt að sækja um einkaskilríki frá Auðkenni. 

Til að byrja með er eftirfarandi virkni í boði í Heilsuveru

Lyfseðlar

Aðgengilegt yfirlit yfir lyfseðla sem eru í lyfseðlaskrá Landlæknis. Einfalt viðmót til að óska eftir endurnýjun á ákveðnum lyfjum gegnum vefinn án þess að þurfa hringja inn eða koma á heilsugæslu.

Bólusetningaskrá

Yfirlit yfir bóluefni sem þér hafa verið gefin samkvæmt bólusetningarskrá Sóttvarnalæknis. 

Tímabókanir

Þægilegt viðmót til að bóka viðtalstíma læknis á þinni heilsugæslustöð. Nauðsynlegt er að vera skráður á stöðina til að geta bókað.  Tekið skal fram að framboð af vefbókanlegum tímum getur verið misjafnt eftir heilsugæslustöðvum á hverjum tíma.

Líffæragjöf

Hægt er að taka afstöðu til líffæragjafar.

Hér getur þú opnað Heilsuveru