Sálfræðiþjónusta er veitt á heilsugæslunni Hornafirði.
- Sálfræðingur greinir og veitir meðferð við geðrænum vanda allra aldurshópa. Hann vinnur með öðrum heilbrigðisstéttum við að auka lífsgæði og bæta líðan. Börnum 0-18 ára er veitt meðferð vegna tilfinninga- og hegðunarvanda og foreldrum þeirra ráðgjöf. Einnig er verðandi mæðrum og mæðrum með börn á fyrsta aldursári veitt þjónusta.
- Tímapantanir í síma á opnunartíma stöðvarinnar.
- Tilvísanir þarf frá starfsfólki í heilbrigðis- eða velferðarþjónustu.
- Notendur 18 ára og eldri greiða komugjald auk rannsóknargjalds ef við á.