Skólaheilsugæsla Höfn

Skólahjúkrun er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd.

Markmið skólaheilsugæslu er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Skólahjúkrunarfræðingurinn vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Starfsemi skólaheilsugæslunnar er skv. lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda.

Heilsugæslu í skólum sveitarfélagsins er sinnt af hjúkrunarfræðingi og læknum heilsugæslustöðvarinnar.

Í skólaheilsugæslu er meðal annars veitt eftirfarandi þjónusta:

  • Reglulegar heilsufarsathuganir og ónæmisaðgerðir
  • Þjónusta við langveik og fötluð börn
  • Heilbrigðisfræðsla, forvarnir og ráðgjöf
  • Eftirlit með húsakynnum og aðbúnaði

Auk þess sinnir skólahjúkrunarfræðingur sjúkra- og slysaþjónustu að vissu marki á skólatíma.

Skólahjúkrunarfræðingur vinnur að geðvernd með starfsfólki skólanna, til dæmis þegar bregðast þarf við einelti, áföllum eða hegðunarerfiðleikum. Hjúkrunarfræðingurinn hefur fastan viðverutíma í skólunum.

Ragnheiður Rafnsdóttir er skólahjúkrunarfræðingur