Rannsókn og myndgreining Höfn

Stafræn röntgentæki eru á heilsugæslustöðinni. Röntgenmyndir gerir læknum kleift að greina m.a. beinbrot, lungnabólgu o.fl. Allar myndir eru sendar til yfirlestrar hjá röntgenlæknum í Röntgen Domus sem er góður stuðningur við lækna stofnunarinnar.

Á rannsóknastofu HSU Hornafirði eru gerðar rannsóknir á sviði blóðmeina- og sýklafræði. Þær rannsóknir sem ekki er unnt að framkvæma á staðnum eru sendar á Landspítalann til frekari greiningar.

Ómtæki er nýjasta greiningartækið á heilsugæslustöðinni sem hjálpar læknum við að greiningar og nýtist sérfræðilæknum svo sem hjartasérfræðingum.

Rannsóknir eru framkvæmdar samkvæmt beiðni frá lækni og þarfnast tímapöntunar hjá móttökuritar.