Mæðravernd Höfn

Bóka skal tíma í mæðravernd hjá móttökuritara í síma 432-2900.

 

Mæðravernd er í umsjá ljósmóður í samráði við lækna HSU eða sérfræðinga kvennadeildar LSH eftir því sem við á.

Allar verðandi mæður eru velkomnar í mæðravernd. Markmiðið er að stuðla að farsælli meðgöngu með faglegri umönnun, fræðslu og stuðningi.

Æskilegt er að konur komi í fyrstu skoðun 10 – 12 vikum eftir síðustu blæðingar en velkomið er að hafa samband við lækni eða hjúkrunarfræðing heislugæslunnar fyrr ef óskað er. Fjöldi mæðraskoðana fer eftir aðstæðum, oftast 8-10 skipti. Faðir eða annar stuðningsaðili og eldri systkin eru velkomin með.

Á heilsugæslunni er ekki fastráðin ljósmóðir sem stendur en Auðbjörg Bjarnadóttir, ljósmóðir sér um mæðraverndina í samvinnu við lækni og hjúkrunarfræðing heilsugæslunnar.

Ómskoðun er gerð hjá öllum þunguðum konum á Kvennadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss.

Eftirskoðun stendur til boða 6 – 8 vikum eftir fæðingu. Þá er m.a. rætt um getnaðarvarnir.

Hægt að fá símaráðgjöf hjá ljósmóður eða hjúkrunarfræðingi. Móttökuritarar taka niður skilaboð og haft verður samband eins fljótt og hægt er.

Gott fræðsluefni um mæðravernd má nálgast á heimasíðu Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.