Hjúkrunarmóttaka

Hjúkrunarmóttakan er opin alla virka daga kl. 8:00 – 12:00 og 13:00-15:00. Pantið tíma í síma 432-2900.

Í bráðatilfellum er hægt að leita á stöðina án þess að gera boð á undan sér.

Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðinni starfa við:

 • ung-og smábarnavernd
 • mæðravernd
 • heilsuvernd 
 • heimahjúkrun 
 • skólahjúkrun
 • hjúkrunarmóttöku

 

Hjúkrunarmóttakan er opin alla virka daga kl. 8:00 – 12:00 og 13:00-15:00
Hægt er að bóka tíma hjá móttökuritara í síma 432-2900. 

 

Í hjúkrunarmóttöku er meðal annars veitt eftirfarandi þjónusta:

 • viðtöl við hjúkrunarfræðing
 • símaráðgjöf
 • sáraskiptingar
 • bólusetningar og sprautugjafir
 • skyndimóttaka fyrir smáslys og bráð veikindi
 • mælingar á blóðþrýstingi
 • lungnaþolspróf (öndunarmælingar)
 • hjartalínurit
 • einfaldar blóð- og þvagrannsóknir
 • skimun fyrir leghálskrabbameini (ljósmóðir)