Greiningarteymi

Skilgreining á verkefnum fagteymis:

1. Börn á leikskólaaldri þar sem grunur er um þroskafrávik (einhverslags þroskahömlun).
2. Börn á leikskóla með greind á tornæmisstigi eða marktæk frávik í hegðun, málþroska, tilfinningaþroska eða félagsþroska – sem þurfa síðar meir sérkennslu í skóla.
3. Börn í fyrstu 3 bekkjum grunnskóla.

Fagteyminu skipa eftirtaldir aðilar:
Ragnar S. Ragnarsson, sálfræðingur, Skólaskrifstofu Suðurlands, ragnarr@ismennt.is
Anna María Snorradóttir, hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands annamaria@hsu.is
Ásthildur Bjarnadóttir, leikskólakennari, Árborg, asthildur@arborg.is
Ingunn Sigurjónsdóttir, læknaritari Heilsugæslustöð, ingunn@hsu.is
Arna Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi, Svæðisskrifstofu Suðurlands arna@smfs.is
Víðir Óskarsson, heilsugæslulæknir Heilsugæslustöð Selfoss, vidir@hsu.is

Starfssvið ritara fagteymis:
1. Sér um vörslu á pappírum sem berast til teymis.
2. Sér um skrifleg fundarboð til aðila sem sitja í teymi.
3. Sér um að tilvísanir fari rétta boðleið til aðila í teymi.
4. Situr fundi teymisins.
5. Skráir fundargerðir.

Ferli tilvísana til fagteymis:
Leikskóli, læknar, hjúkrunarfræðingar vísa beint á fagteymi.
Sum einfaldari mál, t.d talörðugleikar fara beint til Skólaskrifstofu.

Félagsþjónustumál:
Barnaverndunarmálum skal ekki sinnt af fagteymi. Fram kemur að það er bein skylda að láta félagsþjónustu vita ef upp koma mál þar sem t.d. er brotið á barninu. Einnig rætt um að kalla til aðila frá félagsþjónustu í einstökum málum ef þurfa þykir.

 

Eydublad fagteymis

 

Samstarf Heilsugæslunnar á Selfossi, Skólaþjónustu Árborgar og félagþjónustu Árborgar um þjónustu við foreldra og börn.