Fyrirtækjaþjónusta og starfsmannaheilsuvernd

Heilsufarsmælingar og heilsufarsmat

Mikilvægur þáttur í heilsu- og vinnustaðarvernd eru heilsufarsmælingar. Með árlegum mælingum fær starfsmaðurinn upplýsingar um eigið ástand sem vekur hann til meðvitundar um eigið heilsufar.

Mælingar sem gerðar eru: Blóðþrýstingsmælingar, mæling á púls, kólesterólmælingar, blóðsykursmælingar, hæð og þyngd þar sem reiknaður er út líkamsþyngdarstuðull.

 

Bólusetningar fyrir inflúensu og lungnabólgu

Fyrirtæki og stofnanir hafa í auknum mæli boðið starfsfólki sínu upp á inflúensubólusetningu. Er bæði verið að hugsa um velferð starfsmannsins þar sem dregið er úr hættu á smiti og vinnustaðinn þar sem minnkaðar líkur verða á vinnutapi.

Fyrir einstakling sem er með undirliggjandi lungnasjúkdóm þarf að endurtaka lungnabólgubólusetningu á 5 ára fresti annars á 10 ára fresti.

 

 

Fræðsla

Heilsugæslan býður upp á ýmiskonar fræðslu fyrir starfsfólk fyrirtækja.

Má þar nefna: Næring og heilbrigðir lífshættir, Líkamsbeiting og réttar vinnustellingar,

Þjálfun og hreyfing, Líðan og streita / streitustjórnun og Hlustaðu á líkamann

Möguleiki er á fjölbreyttari fræðslu og komum við gjarnan til móts við óskir starfsmanna.

Miðað er við að hvert erindi taki um 50- 60 mínútur.

Boðið er upp á að hjúkrunarfræðingur mæti á vinnustaðinn til að draga úr vinnutapi fyrirtækisins en einnig er möguleiki á að starfsfólk komi hingað á heilsugæslustöðina sé þess óskað.

 

Auk ofangreinds bjóðum við upp á trúnaðarlæknaþjónustu sérsniðna að þörfum fyrirtækja.

Upplýsingar veita:

vegna hjúkrunarþjónustu

Unnur Þormóðsdóttir hjúkrunarstjóri unnur@hsu.is

Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri margret.bjork.olafsdottir@hsu.is

 

vegna trúnaðarlæknisþjónustu

Arnar Þór Guðmundsson yfirlæknir arnar@hsu.is