Flutningur á sjúkraskýrslum

 

Þegar einstaklingar flytja á milli heilsugæsluumdæma og óska eftir flutningi á sjúkraskýrslu sinni þurfa þeir að sækja um það skriflega með undirrituðu umboði.

 

Hér er hægt að nálgast eyðublað sem fylla þarf út til þess að veita starfsmönnum heilsugæslustöðvarinnar umboð fyrir flutningi sjúkraskýrslu.

Hægt er að fylla hluta þess út á síðunni, vista það (save) og prenta síðan út og undirrita.

Eftir það:

  • Skanna það eftir undirritun og senda á netfangið hgf.selfoss@hsu.is .
  • Koma með það í afgreiðslu heilsugæslustöðvarinnar í umslagi merktu heilbrigðisgagnafræðingum.
  • Senda á heilsugæslustöðina í pósti, stílað á heilbrigðisgagnafræðinga.