Starfsmenn kvaddir og tónlist á Sogni

Nýlega voru kvaddir þeir starfsmenn á  HSu sem eru að ljúka störfum eftir áralangt starf.Allir voru leystir út með góðum gjöfum. Þeir sem kvaddir voru eru þau:
Gunnþórunn Hallgrímsdóttir eftir 22 ár við umönnun aldraðra á hjúkrunardeildinni Ljósheimum, frá því í mars ´84.
Guðlaug Sigurðardóttir, eftir 23 ár sem móttökuritari, frá júní ´82
Jón Pétursson, eftir 27 ár sem tækni- og umsjónarmaður,  frá janúar ´80
Sigrún Gyða Sveinbjörnsdóttir, eftir 34 ár sem sjúkraliði, frá 1. júní ´72
Eftir athöfnina sem haldin var í kapellu HSu var öllum boðið í mat, þar sem góður jólamatur var á boðstólnum.

 
Agnar og Gréta


Þennan sama dag var athöfn á Réttargeðdeildinni á Sogni þar sem hjónin Agnar Urban, öryggisgæslumaður  og  Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir, móttökuritari á heilsugæslustöðinni í Hveragerði voru kvödd. Agnar hefur starfað á Sogni í 14 ár en Gréta hefur starfað á heilsugæslustöðinni  í 15 ár. 
Þess má geta að þetta var í fyrsta sinn sem Gréta kom á deildina á Sogni svo það var ekki seinna vænna.


Svo skemmtilega vildi til að í gær voru einnig tónleikar á Sogni – þar voru mættir þeir JoJo og Papa „jazz“ og er þetta í annað skiptið á árinu sem þeir koma á Sogn og  skemmta sjúklingum og starfsfólki með leik og söng. Hafi þeir þökk fyrir þetta góða framtak.
Meðfylgjandi myndir eru teknar við þessar athafnir.


Jojo og Guðmundur Steingrímsson ásamt ónefndum bassaleikara