Starfslok á HSu

Þessar 4 heiðurskonur eru allar að hætta störfum á HSu eftir margra ára starf.Þetta eru þær Erla Guðmundsdóttir, móttökuritari sem hefur unnið á stofnuninni frá árinu 1988, en hún hefur einnig séð um ræstingar á heilsugæslustöðinni, Gerður Guðjónsdóttir, sjúkraliði hefur starfað á sjúkrahúsinu frá árinu 1990, Gunnþórunn Hallgrímsdóttir hefur unnið í aðhlynningu á Ljósheimum frá því deildin var opnuð árið 1984 og Kristjana Ragnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvar Selfoss sem hóf störf á Sjúkrahúsi Suðurlands árið 1972 sem hjúkrunarfræðingur og síðar yfirhjúkrunarfræðingur, og frá 1982 á heilsugæslustöðinni sem hjúkrunarforstjóri.
Miklar breytingar hafa orðið á starfseminni á þessum árum sem þær hafa starfað á stofnuninni   Upphaflega voru þetta Heilsugæslustöð Selfoss og Sjúkrahús Suðurlands sem síðar varð að Heilbrigðisstofnunin Selfossi  og nú orðið að Heilbrigðisstofnun Suðurlands og framkvæmdastjórararnir hafa verið 7.
Stafsfólk HSu þakkar þeim samstarfið og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.