Starfsdagur á HSu

Starfsfólk HSu fyllti sali Hótel Selfoss í gær og hlýddi á Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði ræða um starfsánægju, samskipti og hvatningu.Framkvæmdastjórn HSu bauð öllum starfsmönnum til vinnufundar um starfið og þjónustuna og var námskeið Eyþórs liður í því. Ekki var annað að sjá og heyra en starfsmenn kynnu vel að meta þetta framtak framkvæmdastjórnarinnar og tóku starfsmenn þátt í umræðunni af fyllstu einlægni og áhuga. Vonandi eiga skjólstæðingar stofnunarinnar eftir að njóta góðs af þessari uppfræðslu starfsmanna sem er liður í því að geta veitt sem besta og skilvirkasta þjónustu.
Um 150 starfsmenn tóku þátt í starfsdeginum sem stóð frá kl. 12:30 – 16:00. Á meðan var eingöngu lágmarksþjónusta (neyðarþjónusta) veitt á stofnuninni.