HSU vill vekja athygli á því að mikið álag er á stofnuninni þessa dagana. Erfiðlega gengur að fullmanna vaktir vegna veikinda starfsmanna.
Búið er að hólfaskipta legudeildinni á Selfossi v. COVID til að aðgreina COVID smitaða sjúklinga frá öðrum sjúklingum og biðjum við fólk um að taka tillit til þess á heimsóknartímum.
Þeir sem leita til okkar eftir þjónustu mega búast við lengri biðtíma en vanalega og biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.