SSK gefur gjörgæslutæki á fæðingadeildina

Nýlega færði Samband sunnlenskra kvenna fæðingadeild HSu nýtt gjörgæslutæki fyrir nýbura. Tækið er af gerðinni Propaq og er keypt hjá A. Karlssyni. Verðmæti gjafarinnar er kr. 722.903,oo m.vsk. Tækið er mjög fullkomið og er hægt að stilla eftir aldursflokkun og nýtist því öllum sjúklingum. Þess vegna verður það einnig notað fyrir starfssemi skurðstofunnar á vöknun.
Tækið mælir blóðþrýsting, telur púls, öndun og sýnir súrefnismettun í blóði.

Þessi gjöf kemur sér afar vel og er nýjung í eftirliti okkar á nýburum. Samband sunnlenskra kvenna hefur séð fæðingadeildinni fyrir nánast öllum tækum sem notuð eru á fæðingastofunni, það er því ómetanlegt að eiga svona bakhjarl sem SSK er fyrir deildina.

SSK fjármagnar m.a. gjafir sínar til sjúkrahússins með sölu jólakorta og nú er sambandið að hefja sölu jólakorta ársins 2005. Myndin á jólakortinu í ár er eftir Maríu Jónsdóttur. Allur ágóði af sölu kortanna rennur í Sjúkrasjóð SSK.


Hallgrímur Magnússon svæfingalæknir prófar tækið á Svanborgu Egilsdóttur, yfirljósmóðir


Rosemarie Þorleifsdóttir, formaður SSK