Sólarhr.blóðþr.mæling

Til athugunar fyrir notanda sólarhringsblóðþrýstingsmælis !
Markmið slíkrar mælingar er að bæta greiningu og meðferð blóðþrýstingskvilla. Mælirinn sem notaður er, er hannaður þannig að hann trufli þig sem  minnst við þín daglegu störf.
Gerðu svo vel að skrá mikilvægar athafnir í bækling þennan, svo sem máltíðir, líkamsrækt, reykingar, útivist o.s.frv. Mikilvægt er að þú sinnir þínum venjubundnu störfum á meðan þú gengur með mælinn.

Hvernig virkar mælirinn ?
Með reglulegu millibili mun mælirinn blása upp belginn utan um handlegginn. Algengt er að það gerist með 30 mínútna millibili yfir daginn og 60 mínútna millibili yfir nóttina.
Mælirinn gefur frá sér hljóð fyrir hverja mælingu og er þá mikilvægt að þú látir handlegginn hanga slakan og eilítið frá bolnum þar til að mælingu er lokið. Mælirinn er hljóðlaus yfir nóttina til að trufla ekki svefn.

 

Mikilvægt !
Reyndu ekki að opna mælinn.
Ekki baða þig á meðan þú gengur með mælinn.
Láttu handlegginn hanga slakan og beinan lítið eitt frá bolnum á meðan á mælingu stendur (eftir hljóðmerkið).
Ýttu á takkann á mælinum ef þú finnur fyrir einhverjum einkennum. Tækið framkvæmir þá eina mælingu.
Ekki taka mælinn af þér að nóttu til.
Þú getur stöðvað mælinn hvenær sem er með því að ýta á takkann á mælinum.

 

Göngudeild lyflækninga HSu á Selfossi
Þorkell Guðbrandsson, sérfræðingur í hjartalækningum
Sími 480 5100