Konur í Slysavarnadeildinni Eykyndli Vestmannaeyjum komu færandi hendi á dögunum til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum.
Þær gáfu öryggismerki á barnavagna og kokhólk sem er mælir stærð á smádóti.
Upplýsingabæklingur um öryggi barna á heimilum fylgir með.
Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir að sinna forvörnum. Ljósmóðir í Eyjum mun afhenta gjöfina til nýfæddra barna.