Skýrsla stjórnar vinafélags Ljósheima og Fossheima 2013

vinaf.2012Vinafélagið hefur verið starfrækt í 9 ár og starfar í nánu samstarfi  við stjórnendur hjúkrunardeilda Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Markmið félagsins er að  auka tómstunda- og afþreyingarstarf fyrir heimilisfólk hjúkrunardeildanna og standa vörð um aðbúnað fólks á deildunum. Einnig er lögð áhersla á að standa fyrir fræðslu um sjúkdóma og málefnum sem snúa að eldra fólki.  Allar ákvarðanir félagsins um tómstunda- og afþreyingarmál eru teknar í samráði við stjórnendur deildanna á Ljósheimum og Fossheimum.

Stjórn vinafélagsins var endurkjörin  á aðalfundi 15. apríl  2012 og er þannig skipuð: Guðbjörg Gestsdóttir, formaður, Rut Stefánsdóttir, ritari, Esther Óskarsdóttir, gjaldkeri. Meðstjórnendur eru:  Unnur G. Jónasdóttir, Sigurbjörg Grétarsdóttir og Kristín Árnadóttir. Endurskoðendur eru: Kjartan Ólafsson og Þorvarður Hjaltason.

 

Hér má sjá ársskýrlsu stjórnarinnar fyrir starfsárið Ársskýrsla vinafélagsins 2012