Skrifað undir þjónustusamning við Dvalarheimilið Ás í Hveragerði

Skrifað var undir þjónustusamninginn við Ás þann 23. nóvember.  Samningurinn felur í sér að HSu veitir dvalarheimilinu læknisþjónustu, sem m.a. felur í sér vikulegan stofugang, þar sem farið er yfir veikindi heimilismanna, mat lagt á læknishjálp og lyfjagjöf, gerð vottorða og skýrslna, auk gæsluvaktaþjónustu allann sólarhringinn.  Um er að ræða 18% stöðugildi yfirlæknis.  Yfirlæknir verður Marianne Brandsson Nielssen og mun Ómar Ragnarsson leysa hana af.