Nýlega komu skoskir hjúkrunarfræðingar í heimsókn á HSu. Tilefni heimsóknarinnar var m.a. að kynna sér starfsemi heilsugæslustöðva á landsbyggðinni.Það var Landlæknisembættið sem hafði forgöngu um heimsóknina. Unnur Þormóðsdóttir hjúkrunarstjóri heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi kynnti starfsemi heilsugæslunnar og Anna María Snorradóttir hjúkrunarframskæmdarstjóri Hsu kynnti starfsemi stofnunarinnar í heild.
Þess má geta að nýlega komu hópar heilbrigðisstarfsfólks frá bæði Danmörku og Noregi svo segja má að mikill áhugi sé á starfsemi HSu.