Skipulagsbreytingar á heilsugæslustöð Selfoss

Nú standa yfir skipulagsbreytingar á Heilsugæslustöð Selfoss í tengslum við fjölgun heimilislækna.
Óskar Reykdalsson sem ráðinn hefur verið lækningaforstjóri við HSu mun jafnframt starfa sem heimilislæknir í Hveragerði og hefur öllum hans skjólstæðingum verið úthlutað nýjum heimilislækni.Jóhann Johnsen lætur af störfum við heilsugæsluna í ágúst og 1. september kemur Hildur Thors heimilislæknir aftur til starfa. 
Þá hefur hluta af skjólstæðingum annarra starfandi heimilislækna á heilsugæslu verið úthlutað nýjum heimilislækni, til að jafna álag á þeim, og er það tölvukerfi stofnunarinnar sem ræður því vali.

Þetta hefur valdið töluverðri óánægju hjá hluta af skjólstæðingum okkar en við vonum að þetta bæti þjónustuna og stytti biðtíma eftir viðtali hjá heimilislæknum. 


Þann 1. ágúst kemur til starfa Björg Þuríður Magnúsdóttir sérfræðingur í heimilislækningum og í september koma til starfa Jórunn Viðar Valgarðsdóttir og Arnar Þór Guðmundsson sem einnig eru sérfræðingar í heimilislækningum.


Við vonum að þessar breytingar takist vel og samstarfið verði gott og farsælt fyrir okkur öll.


Starfsfólk heilsugæslunnar