Skert þjónusta á rannsóknarstofu og myndgreiningu HSU

HSUNú í dag, þriðjudaginn 7. apríl, er hafið ótímabundið verkfall lífeindafræðinga og geislafræðinga sem starfa á HSU.  Verkfallið mun hafa áhrif á blóðrannsóknir, sýklarannsóknir og myndgreiningarþjónustu fyrir þá einstaklinga sem leita til HSU.  Aðeins verður veitt bráðaþjónusta á rannsóknarstofu og röntgendeild starfstöðva á Selfossi og í Vestmannaeyjum.

 

Að óbreyttu munu iðjuþjálfar, ljósmæður, sálfræðingar og sjúkraþjálfarar á HSU hefja verkfall fimmtudaginn 9. apríl sem mun standa frá klukkan 12-16 þann dag, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti.

 

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.