Upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra

Um leið og við bjóðum þig velkominn viljum við koma á framfæri nokkrum hagnýtum upplýsingum og vonum að þær geri þér dvölina þægilegri.

 

Lyflæknisdeild HSU er 18 rúma deild á annarri hæð hússins.

 

Deildarstjóri er: Guðrún Kormáksdóttir
Aðstoðardeildarstjóri: Þorbjörg Þorkelsdóttir
Yfirlæknir sjúkrasviðs er: Björn Magnússon

 

Sjúkdómar eru einkamál hvers og eins.
Athugið:  Þagmælska er í allra þágu.

 

Við komu á deild
Sjúklingur hafi með sér snyrtivörur sem hann telur sig þurfa að nota, s.s. tannbursta, tannkrem, hárgreiðu o.fl.
Náttföt og nærföt eru á deild. Nauðsynlegt er að hafa með sér inniskó og slopp.

 

Lyf
Sjúklingur notar aðeins þau lyf sem læknar deildarinnar ákveða í samráði við sjúkling. Ef sjúklingur er með lyf meðferðis er æskilegt að afhenda hjúkrunarfræðingi þau til varðveislu.

 

Varsla persónulegra muna
Verðmæti sjúklings er hægt að geyma í læstum skáp á vaktherbergi, annars er ekki tekin ábyrgð á fjármunum né verðmætum sjúklings. Best er að skilja verðmæti eftir heima. Einkafatnaður sjúklinga skal vera þveginn heima. Ekki er tekin ábyrgð á þvotti sjúklinga.

 

Kapella
Kapella er í kjallara sjúkrahússins.
Þangað geta sjúklingar og aðstandendur þeirra leitað. Í kapellu fara fram skírnarathafnir og kistulagningar í samráði við presta.

 

Vaktaskipti
Hjá hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum eru vaktaskipti þrisvar á sólarhring, þ.e. kl. 08:00, 15:30 og 23:00.
Á þessum tímum fer fram miðlun upplýsinga um sjúklinga til næstu vaktar svo hægara sé að veita samfellda þjónustu.

 

Stofugangur
Stofugangur er einu sinni á dag á bilinu 09:30—11:00 en seinna um helgar. Á stofugangi  fara læknar yfir niðurstöður á skoðunum. Á stofugangi gefst þér tækifæri á að spyrja lækni þinn spurninga. Gott er að vera búinn að skrifa þær niður eða undirbúa sig á annan hátt.

 

Matar- og kaffitímar
Morgunmatur  kl. 09:00
Hádegismatur kl. 11:30
Miðdegiskaffi   kl. 14:00
Kvöldmatur      kl. 17:30
Kvöldhressing  kl. 20:00

 

Heimsóknartímar eru
kl. 15:00 – 16:00 og kl. 18:30 – 19:30 en einnig eftir nánara samkomulagi. Aðstandendur mikið veikra sjúklinga geta verið hjá ástvinum sínum nánast allan sólarhringinn ef þess er óskað. Gott er að ræða málið við deildarstjóra eða vakthafandi hjúkrunarfræðing.
Deildin hefur á að skipa mjög vel útbúnu aðstandendaherbergi sem aðstandendur geta nýtt sér m.a. við slíkar aðstæður.

 

Aðstandendur
Við innlögn er æskilegt að sjúklingar velji sér aðstandanda 1-2 sem er tengiliður innan fjölskyldunnar. Upplýsingar eru þá gefnar þessum tengilið og hann sér um að miðla þeim í samráði við sjúkling.

 

Reykingar eru bannaðar
Þeir sjúklingar sem óska þess geta fengið hjá hjúkrunarfræðingum nikótín-plástur eða tyggigúmmí meðan á dvöl stendur.

 

Sjónvarp er í setustofu
Rúmliggjandi sjúklingar geta fengið sig flutta fram í rúminu. Í þeim tilfellum sem sjúklingar treysta sér ekki fram eða óska þess sérstaklega er leyfilegt að vera með eigið sjónvarp inni á stofu. Alltaf skal þó taka tillit til stofufélaga.

 

Til afnota fyrir sjúklinga eru:

Bækur og blöð í setustofu
Nettengd tölva í setustofu
Gossjálfsali í stigagangi, á stigapalli á jarðhæð

 

Símanúmer sjúklingasíma er 432 2221
Þennan síma geta aðstandendur hringt í óski þeir eftir að tala við sjúklingana.

 

Símanúmer hjúkrunarvakt er 432 2210
Hjúkrunarfræðingar gefa aðstandendum upplýsingar um líðan sjúklinga eftir kl.11:00 á daginn.

 

Símanúmer hjá sængurkonum er 432 2203

Símanúmer ljósmæðravakt er 432 2200

Heimasíða www.hsu.is