Skurð-, svæfinga- og speglunardeild

 

Skurð- og svæfingadeildin er staðsett á annarri hæð stofnunarinnar ásamt fæðingastofu. Deildin hefur til umráða 2 skurðstofur og vöknun, auk aðstöðu fyrir starfsfólk. Við deildina starfa 2 skurðhjúkrunarfræðingar í 80% stöðugildi,1 sjúkraliði í 20% stöðu og á vöknun er hjúkrunarfræðingur í 20% stöðugildi.

 

Sérfræðingar á deildinni eru:
Annie B.Sigfúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir
Páll M. Stefánsson, háls-, nef og eyrnalæknir
Sigurjón Vilbergsson, meltingarsérfræðingur
  
 

Starfsemi skurð- og speglunardeildar:
Háls- nef- og eyrnaaðgerðir eru gerðar einu sinni í viku, t.d. háls- og nefkirtlatökur, rör, ástungur, ýmisskonar nefaðgerðir o.fl.

Meltingasérfræðingur framkvæmir maga- og ristilspeglanir einu sinni í viku.

Kvensjúkdómalæknir framkvæmir ýmsar smærri aðgerðir vegna kvensjúkdóma, blöðruspeglanir, útskaf, fóstureyðingar ofl.

 

 
Starfsemi svæfingadeildar:
Svæfingar og deyfingar í ofangreindum aðgerðum.
Verkjameðferð vegna bráðra- og langvinnra verkja v/slysa og sjúkdóma.
Eftirlit með sjúklingum eftir svæfingar og deyfingar.
 
 

 

Starfsfólk:
K. Hjördís Leósdóttir, deildarstjóri, skurðhjúkrunarfræðingur
Klara Gunnarsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur
Hjördís Inga Sigurðardóttir, sjúkraliði
Arndís Fannberg, hjúkrunarfræðingur á vöknun
Sími: 480 5100
Tölvupóstur: skurdstofa@hsu.is
 
 

Áhugaverðir tenglar:
Félag ísl. hjúkrunarfræðinga
http://www.hjukrun.is

Landspítali háskólasjúkrahús
http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/htmlpages/index.html

Sýkingavarnadeild LSH
http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/htmlpages/index.html

Bókasafns- og upplýsingasvið LSH
http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/htmlpages/index.html
ýmiss eyðublöð og gátlistar útgefin af LSH