Skurð-, svæfinga- og speglunardeild

 

Skurð- og svæfingadeildin er staðsett á annarri hæð stofnunarinnar ásamt fæðingastofu. Deildin hefur til umráða 2 skurðstofur og vöknun, auk aðstöðu fyrir starfsfólk.

 

Sérfræðingar á deildinni eru:
Annie B.Sigfúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir
Páll M. Stefánsson, háls-, nef og eyrnalæknir
Sigurjón Vilbergsson, meltingarsérfræðingur
  
 

Starfsemi skurð- og speglunardeildar:
Háls- nef- og eyrnaaðgerðir eru gerðar einu sinni í viku, t.d. háls- og nefkirtlatökur, rör, ástungur, ýmisskonar nefaðgerðir o.fl.

Meltingasérfræðingur framkvæmir maga- og ristilspeglanir einu sinni í viku.

Kvensjúkdómalæknir framkvæmir ýmsar smærri aðgerðir vegna kvensjúkdóma, blöðruspeglanir, útskaf, fóstureyðingar ofl.

 

 
Starfsemi svæfingadeildar:
Svæfingar og deyfingar í ofangreindum aðgerðum.
Verkjameðferð vegna bráðra- og langvinnra verkja v/slysa og sjúkdóma.
Eftirlit með sjúklingum eftir svæfingar og deyfingar.